Vetrarfrí á Amtsbókasafninu

Nóg verður hægt að gera á Amtsbókasafninu í vetrarfríi grunnskólanna.
Nóg verður hægt að gera á Amtsbókasafninu í vetrarfríi grunnskólanna.

Vetrarfrí grunnskólanna 15.-18. febrúar.

 MÁTUM BÚNINGA

Í vetrarfríinu drögum við fram búningana okkar góðu svo ungir gestir geti brugðið sér í hin ýmsu gervi. Búningana er að finna í barnabókadeild safnsins. 

HLUSTUM Á SÖGU
Fimmtudaginn 15. febrúar kl. 16:30 verður sögustund í barnabókadeild. Fríða barnabókavörður les barnabækur sem höfða til yngstu kynslóðarinnar og í framhaldinu verða föndruð bókamerki.

HORFUM Á KVIKMYND
Föstudaginn 16. febrúar kl. 16:00 verður kvikmyndin sígilda Mrs. Doubtfire sýnd á Amtsbókasafninu. Myndin, sem er með Robin Williams í aðalhlutverki, fjallar um Daniel Hillard sem er atvinnulaus leikari sem er til í að gera hvað sem er til að vera með börnum sínum. Með smá hugmyndaflugi, frumkvæði og snert af leiklistarhæfileikum skiptir Daniel um ham einmitt í þeim tilgangi að sjá börnin sín meira. 

TEIKNUM SAMAN
Það er alltaf í boði að teikna í barnabókadeildinni. Fríða barnabókavörður er búin að prenta úr myndir sem hægt er að lita, en svo er einnig hægt að teikna frjálst. Látum hugan reika og teiknum saman. 

KINECT LEIKJATÖLVA
Í barnabókadeildinni er Kinect leikjatölva þar sem vinsælt er að dansa og hreyfa sig. 

SPILUM
Til er fullt af allskonar borðspilum hér á Amtsbókasafninu sem hægt er að fá lánuð heim eða spila á staðnum. Það er t.d. góð aðstaða til spilamennsku inni á Orðkaffi sem staðsett er á 1. hæð safnsins. 

LESUM
Á Amtsbókasafninu er til ógrynni af bókum fyrir börn og fullorðna. Það getur verið notalegt að hlamma sér á grjónapoka og ferðast inn í heim bókanna. 

SKOÐUM RAFBÓKASAFNIÐ
Nú er fullt af glænýjum og spriklandi ferskum bókum á íslensku fyrir börn og unglinga aðgengilegar á Rafbókasafninu. Það eina sem þú þarft er bókasafnsskírteikni, snjalltæki eða tölvu og appið Libby eða Overdrive. Þá eru þér allir vegir færir á Rafbókasafninu. Það er alltaf hægt að biðja um aðstoð á Amtsbókasafninu.

Bækur fyrir börn og unglinga á Rafbókasafninu, smellið hér

 

Amtsbókasafnið er á Facebook og Instagram

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan