Vetrarafgreiðslutími!

Kæru safngestir! Þá er komið að því ... vetrarafgreiðslutíminn er kominn í gang! Ha? Hvað þýðir það? Það þýðir að Amtsbókasafnið verður opið alla virka daga 8:15-19:00 og laugardaga 11:00-16:00!

Fimm aukatímar á viku til að njóta alls þess sem safnið býður upp á! Og vitið til! Það verður margt að gera á laugardögum hjá okkur í vetur.

Hlökkum til að sjá ykkur alla virka daga 8:15-19:00 (sjálfsafgreiðsla 8:15-10:00) og laugardaga 11:00-16:00.

- Starfsfólk Amtsbókasafnsins

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan