Eignast kött, kanna Mars, verða landlæknir,...

Áður en ég dey veggurinn er fallegur vettvangur þar sem almenning gefst tækifæri til að fara yfir farinn veg, horfa til framtíðar og deila framtíðardraumum/óskum/löngunum í opinberu rými. Veggurinn er áminning um að við erum ekki ein, hvatning um mikilvægi þess að eiga sér draum og gera það besta úr lífinu, óháð stétt og stöðu.

Veggurinn hefur nú staðið uppi í sýningarrými safnsins í mánuð og nú hafa fleiri en 600 óskir verið ritaðar á hann. Hér eru nokkur dæmi:

 •  Verða skordýrafræðingur
 • Skrifa bók
 • Ganga upp að Skólavörðu
 • Hlaupa 10 km undir 60 mín.
 • Hafa enga eftirsjá
 • Verða afi/pabbi
 • Verða betri en ég er
 • Gera heiminn vegan
 • Klappa og knúsa skjaldböku
 • Vera fræg körfuboltakona
 • Verða 90 ára
 • Sjá Taj Mahal
 • Sjá bróðir minn LIFA
 • Stofna fyrirtæki
 • Verða ástfangin!
 • Ganga á Súlur einu sinni enn...
 • Prjóna lopapeysu á hest
 • Verða bókasafnskona
 • Giftast Dolla
 • Sameina fjölskylduna mína
 • Verða landlæknir
 • Vera
 • Verða hamingjusamt gamalmenni
 • Eignast húsbíl
 • Passa fleiri fugla
 • Eignast barnabörn
 • Hitta ástina mína einu aftur!
 • Semja flott lag
 • Vera minnst sem góðhjarta prakkara

 

Ert þú búin/n að skrifa á vegginn? 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan