Vegan pálínuboð á vegum Orðakaffis og SUNN

Vegan Pálínuboð verður haldið á Orðakaffi, á Amtsbókasafninu laugardaginn 18.janúar kl. 14:00.
Pálínuboð fer fram með þeim hætti að allir koma með einhvern mat á borðið og til verður hlaðborð sem allir geta fengið sér af. Maturinn verður auðvitað vegan en þá er ekkert kjöt, fiskur né dýraafurðir.

Allir eru velkomnir, grænkerar sem kjötætur, en þetta er frábært tækifæri til að læra meira um grænmetisfæði og ef til vill fá góðar uppskriftir.

Fyrir viðburðinum standa Orðakaffi og fræðslunefnd SUNN, samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan