Útivist og göngur: fræðsluerindi

Ertu alltaf á leiðinni að hefja útivist og (fjall)göngur en kemur þér ekki af stað?

Hjónakornin Anna Sigrún og Kristján verða með fræðsluerindi um búnað og ýmislegt annað gagnlegt við undirbúning og framkvæmd gönguferða.

Amtsbókasafnið á Akureyri, þriðjudaginn 11. júní kl. 16:30-18:30!

Anna Sigrún gekk snemma gekk til liðs við skátahreyfinguna þar sem áhugi hennar á gönguferðum og annarri útivist kviknaði. Um leið og hún hafði aldur til gekk hún í Hjálparsveit skáta síðar Björgunarsveitin Súlur. Útivist af öllu tagi hefur alltaf átt hug og hjarta Önnu Sigrúnar og skipta fjöllin hundruðum sem hún hefur gengið á í gegnum tíðina.

Kristján er bóndasonur úr Eyjafjarðarsveit sem ólst upp við að ganga á fjöll til að sækja sauðfé. Eftir eina fjallgöngu á Hvannadalshnjúk þar sem hann rakst á Önnu Sigrúnu kviknaði áhugi hans á að ganga á fleiri fjöll og eru þau orðin ansi mörg fjöllin sem hann hefur gengið á síðustu árin.

Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.

------

Are you always on the way to start outdoor activities and (mountain) hikes but can't get started?

The married couple Anna Sigrún and Kristján will have an educational talk about equipment and various other useful things when preparing and carrying out hiking trips.

Anna Sigrún joined the scout movement at an early where her interest in hiking and other outdoor activities sparked. Outdoor activities of all kinds have always been in Anna Sigrún's mind and heart, and there are hundreds of mountains she has hiked over the years.

Kristján is a farmer's son from Eyjafjörður County who grew up walking in the mountains to pick up sheep. After one hike on Hvannadalshnjúk, where he met Anna Sigrún, he became interested in hiking more mountains, and they have become quite a few of the mountains he has hiked in recent years.

We encourage you to attend the event in an environmentally friendly manner. The bus is free and all buses stop in the city center 300 meters from the museum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan