Útgáfuhóf | Lífið er LEIK-fimi

Örn Ingi listamaður; Nemendur = leikmenn sköpunar

Verið velkomin í útgáfuhóf bókarinnar Örn Ingi Gíslason, Lífið er LEIK-fimi.

Útgáfunni verður fagnað í Amtsbókasafninu á Akureyri, fimmtudaginn 21. nóvember kl. 17:30.

Léttar veigar í boði. Allir velkomnir.

Þeir sem settu nafn sitt á Tabula Gratulatoria lista bókarinnar eru sérstaklega hvattir til að koma og fá eintök sín afhent.

Rannsóknir fyrir bókina Örn Ingi Gíslason, Lífið er LEIK-fimi fóru fram á samnefndri sýningu í Listasafninu á Akureyri frá 3. nóvember 2018 – 27. janúar 2019. Efsta hæð listasafnsins breyttist í vettvang þess „að búa til bókverk“, í stað hefðbundinnar sýningar, sem varð til þess að eitt dagblaðanna setti fram fyrirsögnina: „Engin verk sýnd við opnun sýningarinnar!“ Veggir safnsins voru þaktir myndverkum í lok hennar og bókin kynnt með málþingi!
Yfirlitssýningin Örn Ingi Gíslason, Lífið er LEIK-fimi varð að einum skipulögðum gjörningi sem einkenndist af þátttöku gesta í þrjá mánuði. Arfleifð Arnar Inga skilur eftir sig fjölda myndverka og minninga meðal samferðamanna hans og koma 27 þeirra við sögu í bókinni.

Örn Ingi (1945-2017) vann þvert á listirnar. Hann var djarfur á breytingar því eitt var að vinna í myndlist - vinna einn og óhræddur við að segja meiningu sína, tjá sig - og hitt, að vinna sem kennari - hlusta á aðra, örva og búa til tækifæri til að hrinda hugmyndum í framkvæmd.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan