Útgáfuhóf: Eins og tíminn líður

Hvað: Útgáfuhóf vegna ljóðabókarinnar Eins og tíminn líður
Hvenær: Fimmtudaginn 12. desember kl. 17:00.

„Ljóðin hafa fylgt mér allt frá bernsku eins og vinir sem eru alltaf til staðar þegar á þarf að halda. Stundum koma þau óvænt með gleði í hjarta en stundum feta þau torsóttari leið eins og vegvísar að ákveðnu marki. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur gefið út ljóðabókina mína "Eins og tíminn líður" og útgáfuteiti verður í Amtsbókasafninu á Akureyri (kaffihúsinu) fimmtudaginn 12. desember kl: 17-18:30. Verið hjartanlega velkomin!“

Eins og tíminn líður:
Guðný G.H. Marinósdóttir sendir frá sér sína fyrstu bók með athyglisverðum ljóðum sem hún hefur nostrað við og fágað. Hún dregur upp grípandi myndir úr náttúrunni og af því sem í huga býr. Ljóðin eru litlar perlur-um ást og hatur, undarlegar leiðir lífsins, söng vindsins og fugla sumarsins, tært regnið og blómailminn í brekkunni en einnig um þjáningu og einsemd. Og Guðný áréttar að við erum hluti af órofa heild tilverunnar. Útgefandi er Félag ljóðaunnenda á Austurlandi. (Texti úr bókatíðindum)

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan