Upplestur og spjall | Sölvasaga Daníelssonar

Um er að ræða sjálfstætt framhald Sölvasögu unglings sem út kom 2015 og hlaut Barna- og ungmennabókm…
Um er að ræða sjálfstætt framhald Sölvasögu unglings sem út kom 2015 og hlaut Barna- og ungmennabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016.

Arnar Már Arngrímsson les upp úr Sölvasögu Daníelssonar á Amtsbókasafninu þriðjudaginn 4. desember kl. 17.30. Um er að ræða sjálfstætt framhald Sölvasögu unglings sem út kom 2015 og hlaut Barna- og ungmennabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016. 

UPPFÆRT:
Að upplestri loknum mun Hildur Hauksdóttir taka viðtal við Arnar Má, sem tilnefndur er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka.

Á bókarkápu segir:
„Sölvi Daníelsson er á góðri leið með að verða starfsmaður aldarinnar í Bónus. Jafnaldrar hans eru á leið til Asíu eða í heimsreisu. Hann raðar saman orðum á milli vakta en kemur þeim ekki heim og saman. Eitthvað verður maður að gera. Maður verður að hugsa stórt. Svo hann fer til Akureyrar.
Þetta er saga af ungu skáldi í leit að rödd; útlaga í leit að bandamönnum; þjóð í leit að betri tilboðum og tungumáli sem fæst á 100-kall í Hertex.“

Allir hjartanlega velkomnir!

 

Amtsbókasafnið á Facebook og Instagram

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan