Tilslakanir á samkomutakmörkunum - Hefðbundinn afgreiðslutími

Mynd af Amtsbókasafninu að vetrarlagi.
Mynd af Amtsbókasafninu að vetrarlagi.

Kæru notendur Amtsbókasafns

Frá og með 13. janúar er leyfilegur fjöldi gesta í safninu 20 manns. Áfram gildir grímuskylda. Afgreiðslutími Amtsbókasafnsins færist aftur í fyrra horf:

• Virkir dagar kl. 8:15-19:00
• Laugardagar kl. 11:00-16:00

Engin takmörk eru á útlánum og skilum.

Lesaðstaðan verður opin en þó með takmörkuðum sætafjölda.

Öll safngögn eru þrifin um leið og þeim er skilað.

Sprittbrúsar eru til reiðu við alla innganga og snertifletir eru þrifnir reglulega.

Ekki verður hægt að nálgast gögn úr skylduskilum.

Við hvetjum fólk til að notfæra sér pantanaþjónustu sem verður með svipuðu sniði og undanfarið. Hægt er að panta efni til útláns með því að:
• fara á leitir.is
• senda tölvupóst á bokasafn@akureyri.is
• hringja í síma 460-1250

Pantanir verður hægt að nálgast í afgreiðslu safnsins á afgreiðslutíma þess um leið og staðfestingarpóstur berst um að safnefnið sé aðgengilegt. Ef safnefni er ekki inni, þá er lánþegi settur á biðlista.

Athugið! Orðakaffi er skilgreint sem sér sóttvarnarhólf (leyfilegur gestafjöldi 20 manns). Gestir kaffihúss ganga inn um inngang úr porti að norðanverðu. Orðakaffi verður lokað fyrst um sinn vegna breytinga.

Takk fyrir þolinmæðina!

Með kveðju,
Starfsfólk Amtsbókasafnsins

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan