Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021

Mynd af þeim sem tilnefnd voru til verðlaunanna (mynd fengin af vef miðstöðvar íslenskra bókmennta)
Mynd af þeim sem tilnefnd voru til verðlaunanna (mynd fengin af vef miðstöðvar íslenskra bókmennta)

Í gær (1. desember) var tilkynnt um hvaða 15 bækur hefðu verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir árið 2021. Fimm bækur eru tilnefndar í þremur flokkum og af þessum fimmtán eru þrettán komnar í útlán hjá okkur.

Verðlaunin sjálf verða afhent um mánaðamótin janúar-febrúar árið 2022 af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Við óskum öllum tilnefndum til hamingju og minnum safngesti á að hægt er að panta bækur hjá okkur, ef þær eru ekki í hillu! Tilnefningarnar eru annars þessar:

FLOKKUR SKÁLDVERKA:
Arnaldur Indriðason: Sigurverkið
Guðni Elísson: Ljósgildran
Hallgrímur Helgason: Sextíu kíló af kjaftshöggum
Kamilla Einarsdóttir: Tilfinningar eru fyrir aumingja
Svikaskáld: Olía

FLOKKUR BARNA- OG UNGMENNABÓKA:
Arndís Þórarinsdóttir: Bál tímans - örlagasaga Möðruvallabókar í sjö hundruð ár
Guðlaug Jónsdóttir og Hlíf Una Bárudóttir: Í huganum heim
Jakob Ómarsson: Ferðalagið - styrkleikabók   (Ekki komin í útlán)
Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir: Reykjavík barnanna
Þórunn Rakel Gylfadóttir: Akam, ég og Annika

FLOKKUR FRÆÐIBÓKA OG RITA ALMENNS EFNIS:
Guðrún Ása Grímsdóttir: Sturlunga saga eða Íslendinga sagan mikla I-III  (Ekki komin í útlán)
Kristjana Vigdís Ingvadóttir: Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu - um notkun dönsku og erlend áhrif á íslensku
Sigrún Helgadóttir: Sigurður Þórarinsson - mynd af manni I-II
Snorri Baldursson: Vatnajökulsþjóðgarður - gersemi á heimsvísu
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir: Bærinn brennur - síðasta aftakan á Íslandi

 

Frekari umsagnir um bækurnar og verðlaunin má finna á eftirfarandi hlekkjum:
Miðstöð íslenskra bókmennta
RÚV - menning

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan