Upptaka um Menntaskólann: Nýjan grunnskóla í Reykjavík

Á 2. hæð Amtsbókasafnsins og hér neðar í frétt er nú að finna QR kóða með upptöku um Menntaskólann, …
Á 2. hæð Amtsbókasafnsins og hér neðar í frétt er nú að finna QR kóða með upptöku um Menntaskólann, nýjan grunnskóla í Reykjavík, sem var ein af hugmyndum Þorvaldar. Með því að skanna kóðann með síma þínum getur þú hlustað á upptökuna.

Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur og myndlistarmaður hefði orðið sextugur þann 7. nóvember 2020. Af því tilefni efnir Listasafnið á Akureyri til málþings á fæðingardegi hans, þar sem fjallað verður um ævi hans og áhrif auk þess sem nú stendur þar yfir yfirlitssýning á verkum hans. 

Þorvaldur var afkastamikill höfundur, kennari og myndlistamaður og nýtti sem flesta miðla í listsköpun sinni. Meðal bókmenntaverka sem eftir hann liggja eru sögurnar um Blíðfinn, sem þýddar hafa verið á fjölda tungumála og Skilaboðaskjóðan, en leikrit byggt á þeirri sögu var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 1986. Meðal annarra verka hans má nefna Vasaleikhúsið sem flutt var í Ríkisútvarpinu 1991 og síðar sýnt í sjónvarpi og leikritið And Björk of course 2002.

Á 2. hæð Amtsbókasafnsins og hér fyrir neðan er nú að finna QR kóða með upptöku um Menntaskólann, nýjan grunnskóla í Reykjavík, sem var ein af hugmyndum Þorvaldar. Með því að skanna kóðann með síma þínum getur þú hlustað á upptökuna. Lesari er Sesselía Ólafs.

Um Menntaskólann

Þann 6. ágúst 2009 var sótt um starfsleyfi vegna Menntaskólans, nýs og sjálfstætt starfandi grunnskóla í Reykjavík. Menntaskólanum hafði verið fundinn staður í nýuppgerðri jarðhæð Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg. Skólinn var ætlaður allt að 60 nemendum í efsta bekk leikskóla og yngstu bekkjum grunnskóla, börnum á aldrinum 5-10 ára.

Rekstraraðili að Menntaskólanum var Menntaskólinn ehf. en eigendur og fulltrúar í stjórn félagsins voru Edda Huld Sigurðardóttir, Jenný Guðrún Jónsdóttir, Ólafur Stefánsson og Þorvaldur Þorsteinsson.

Menntaskólanum var ætlað að vera sameiginlegur leikvangur skapandi athafna og sjálfstæðra uppgötvana. Byggður á faglegum grunni og framsæknum hugmyndum en umfram allt trausti og áhuga á þeim sem hann sækja sér til hvatningar, ánægju og þroska.

Markmið Menntaskólans voru:

  • Að skapa nemendum sínum þær aðstæður að hvert verkefni gæti orðið þeim sem áhugaverður, krefjandi leikur.
  • Að hver og einn nemandi upplifi sig sem sjálfsagðan og mikilvægan vettvang uppgötvunar og sköpunar.
  • Að nemendur öðlist sanna sjálfsþekkingu fyrir tilstilli námsins og þá sjálfsvirðingu sem hverjum manni er nauðsynleg til að bera kennsl á og birta það ríkidæmi sem í honum býr.

Mælt með hjartanu

Aðstandendur Menntaskólans gagnrýndu opinbera uppeldis- og skólastefnu sem þeir sögðu ganga út á að leita marktækra niðurstaðna alls staðar annars staðar en í hjörtum eða ókortlögðum hugarfylgsnum nemenda. Slík nálgun gerði nemendur, sem jafnfræmt væru andlegar verur með ómæld áhugasvið, vandræðalega afgangsstærð í hinu árangursmiðaða skólasamfélagi. Nýr grunnskóli skyldi helgaður manneskjunum sem hann sækja og þeim gersemum sem í þeim leynast. „Framköllun" þess ríkidæmis sem býr í hverjum einstakling í frjóu samspili við það námsefni sem fyrir liggur. Þar sem líkja má hverju barni við stórbrotinn ónuminn heim.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan