Þemaborð

Þemaborðið á 1. hæð. Hérna er þemað „Erlendar bækur“. Nýtt þema er væntanlegt. Hvað skyldi það vera?…
Þemaborðið á 1. hæð. Hérna er þemað „Erlendar bækur“. Nýtt þema er væntanlegt. Hvað skyldi það vera? -- Svo eru þemaborð í barnadeild og tvö á 2. hæð.

Á 1. og 2. hæð Amtsbókasafnsins má finna svokölluð þemaborð. Algengur tími hvers þema er mánuður. Efnistökin eru margvísleg og það er gaman að sjá viðbrögð safngesta við þeim.

 

Þegar þetta er skrifað er þemað á borðinu fyrir framan afgreiðsluna „Erlendar bækur“, í barnadeildinni eru það uppáhaldsbækur barnanna sem komu út 2021 og uppi á 2. hæð er annað borðið með marglitum miðum sem innihalda upphafssetningar úr ýmsum bókum, á meðan hitt kynnir bækur eftir 19. aldar skáldkonur. Allar bækurnar á þessum borðum eru til útláns.

 

 

 

 

 

 

Mynd af þemaborði á 2. hæð, bókum dreift um borðið Mynd af þemaborði á 2. hæð, bókum dreift um borðið

Þemaborð geta verið sniðug leið til að benda safngestum á bækur um tiltekin efni sem annars hefðu getað farið framhjá þeim. Sjálfshjálparbækur, garðbækur, jólabækur og -tímarit, ferðahandbækur ... allt eru þetta flokkar sem innihalda vinsælar bækur og þægilegt að hafa á vísum stað. Ef þið fáið hugmynd að efni sem gæti sómað sér á þemaborðum safnsins, þá megið þið endilega koma þeim hugmyndum til starfsfólks. Og jú ... kökuformin hafa fengið að vera á þemaborðinu!

Mynd af litlum miðum (í nokkrum litum) sem innihalda upphafsorð úr skáldsögum Þemaborð í barnadeild Amtsbókasafnsins inniheldur bækur á listanum yfir uppáhaldsbækur barnanna sem komu út 2021

Við leitum alltaf leiða til að koma sem flestu og ólíku efni til skila. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því hvernig bókasafnið er uppbyggt, það eru ekki allir sem vita af gimsteinunum í „Gamalt og gott“-geymslunni (sem er opin öllum!), það eru ekki allir sem nenna að leita og því geta þemaborðin verið handhæg. Annars erum við starfsfólkið alltaf tilbúin til að finna bækur fyrir ykkur, hvort sem þær eru eftir ákveðinn höfund eða um tiltekið efni.

Sjáumst á Amtsbókasafninu!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan