Sýningaropnun og rithöfundaspjall

Leikritið og bókina um Kardemommubæinn þekkja flestir. Sumir segja að Kardemommubærinn sé vinsælasta fjölskyldu- og barnaleikrit á Íslandi. Norski rithöfundurinn, teiknarinn, tónlistarmaðurinn og ritstjórinn Thorbjørn Egner er jafn ástsæll á Íslandi og í heimalandinu.
Norska sendiráðið í Reykjavík fékk leyfi frá syni Thorbjørns, Björn Egner, um að nota upprunalegar teikningar úr bókinni um þennan fræga bæ, í skemmtilega barnasýningu, sem nú er búið að setja upp á Amtsbókasafninu. Sendiherra Noregs, Aud Lise Norheim opnar sýninguna föstudaginn 9. september klukkan 15:00 á Amtsbókasafninu á Akureyri. Öll eru hjartanlega velkomin, sérstaklega strangar frænkur, skeggjaðir karlar, skemmtilegir krakkar og syngjandi kameldýr!
Klukkan 15:30 mun svo rithöfundurinn Helene Flood spjalla um bækur sínar. Hún sló heldur betur í gegn með bókinni Þerapistinn, sem var fyrsta sakamálasaga hennar. Hún kom út á 43 tungumálum, þar á meðal íslensku. Elskhuginn er nýjasta bók hennar og var gefin út á íslensku í ár.

- - - - - - -

Islendinger og nordmenn har mye til felles, alt fra gammel kultur til nyere historie, vårt forhold til havet, skiftende vær, det at vi er medlem i NATO, er EØS-land og en del av det nordiske fellesskapet.
Men vi har også en annen fellesnevner og det er forfatteren og tegneren Thorbjørn Egner. I begge land har vi som barn lært at stjålne pepperkaker ikke smaker like godt som kjøpte pepperkaker, vi har skjønt at to små bustete karer kan lage hull i tennene våre dersom vi spiser for mye sukker og dropper tannpussen, og vi har lært at vi ikke skal plage andre, men være grei og snill og for øvrig gjøre som man vil.
Det er spesielt hyggelig å få være med på å arrangere en utstilling med de fine tegningene fra Egners Kardemommeby.

Da stykket Kardemommubærinn ble satt opp på Þjóðleikhúsið, var Bjørn Egner, sønnen til Thorbjørn, så grei at han sendte oss plakatene som nå er blitt forstørret og som henger på veggene her. Vi håper dere får glede av utstillingen her i Akureyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan