Sýningin Raddir barna 2019-2020

Sýningin Raddir barna stendur nú yfir í sýningarrými safnsins. Að sýningunni standa Félagsmiðstöðvar Akureyrar og Ungmennahús sem starfa með börnum og ungmennum á aldrinum 10-25 ára á Akureyri. Eitt aðalmarkmið starfsins er að vera málsvari barna og ungmenna og koma röddum þeirra á framfæri. Á sýningunni má sjá nokkrar útgáfur af því sem unnið hefur verið að síðastliðið ár.  

#akureyrierokkar - Lýðræðið og ég
Félak og ungmennaráð Akureyrar fengu styrk frá Erasmus + til þess að halda viðburð í tilefni Evrópskrar ungmennaviku vorið 2019 þar sem slagorðið var „Democracy and me" eða „Lýðræði og ég". Áherslan var á hvernig ungt fólk getur haft áhrif á ákvarðanatöku og verið virkt í samfélaginu. Viðburðurinn var 2. maí þar sem átakið #akureyrierokkar hófst og var notað til að koma hugmyndum ungmenna á framfæri. 

Stórþing ungmenna
Stórþing ungmenna var haldið í Hofi þann 6. september 2019. Alls voru skráðir rúmlega 120 nemendur úr öllum grunnskólum Akureyrar og báðum framhaldsskólunum. Ungmennin unnu í vinnuhópumþar sem staða ungmenna á Akureyri var rædd. Þá var dregin upp mynd af því sem betur má fara en einnig því sem vel er gert. Ungmennin ræddu hvað helst brann á þeim og má sjá afrakstur þeirrar vinnu á sýningunni. 

Ég og kóróna
Félagsmiðstöðvar Akureyrar og Ungmennahúsið í Rósenborg í samvinnu við leik-, grunn- og framhaldsskóla bæjarins könnuðu hvaða áhrif Covid-19 faraldurinn og samkomubannið hefur haft á börn og ungmenni í sveitarfélaginu. 

Með hjálp tækninnar komu öll börn á Akureyri saman sem einn hópur. Þau skrifuðu hvert um sig eitt orð um líðan sína og úr varð sameiginlegt þátttökuverk. Allir gátu komið sinni rödd á framfæri og til varð einhvers konar orðasúpa tilfinninga. Þau orð sem voru rituð oftast birtast með stærri stöfum í forgrunni hinna í orðaskýi. 

 

Amtsbókasafnið er á Facebook og Instagram

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan