Sýningin Bók um bók

**** Texti hefur verið uppfærður ***

Sýningin „Bók um bók" mun standa yfir í sýningarrými Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns frá 6. ágúst.


Á sýningunni, sem mun standa yfir til loka september, verða verk eftir Halldór Sánchez teiknara og myndmenntakennara. „Bók um bók" er framhald af sýningunni „Bókótt" sem haldin var í sýningarrýminu HoltogBolt í Reykjavík síðastliðinn febrúar. Verk frá þeirri sýningu verða nú sýnd á Akureyri auk nýrra. Bókformið er viðfangsefni listamannsins, sem hann hefur unnið með um tíma. Hann veltir upp óvæntum flötum formsins og útvíkkar bókar-hugtakið. Sýningin er viss ögrun við fallegu bókina á stofuborðinu og hvetur til umræðna um hvað bók er.

Þetta er þriðja einkasýning Halldórs, sem stundaði kennaranám með áherslu á myndmennt við Háskóla Íslands, og hefur á þessu ári stundað starfsnám hjá listamönnum um allan heim.


Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan