Sýning á kvikmyndinni Mrs. Doubtfire

Mrs. Doubtfire er sívinsæl.
Mrs. Doubtfire er sívinsæl.

Föstudaginn 16. febrúar kl. 16:00 verður kvikmyndin sígilda Mrs. Doubtfire sýnd á Amtsbókasafninu í barnabókadeild. Skemmtileg mynd fyrir fólk á öllum aldri.

Lýsing á kvikmynd: 

Daniel Hillard er atvinnulaus leikari sem er til í að gera hvað sem er til að vera með börnum sínum. En það sem börnin hans dá mest í fari hans er hið kærulausa viðhorf hans til lífsins, en það er einmitt það sem kemur í veg fyrir að hann sé hin sanna föðurímynd sem eiginkona hans krefst af honum. Eftir fjórtán ára hjónaband fer hún því fram á skilnað og yfirráðarétt yfir börnum þeirra. Hann er hins vegar alls ekki sáttur við að leika rullu helgarpabba og með smá hugmyndaflugi, frumkvæði og snert af leiklistarhæfileikum skiptir Daniel um ham til þess að geta verið sem mest með börnum sínum

Gerum veturinn notalegan - sjáumst :) 

 

Amtsbókasafnið er á Facebook og Instagram

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan