Sýndarveruleiki | Kannaðu nýjar víddir á Amtsbókasafninu

Kannaðu nýjar víddir á Amtsbókasafninu!
Kannaðu nýjar víddir á Amtsbókasafninu!

Miðvikudaginn 18. apríl kl. 13-18 býðst börnum á aldrinum 12 ára og eldri að kanna nýjar víddir með sýndarveruleikagleraugum á Amtsbókasafninu. Upplifum heiminn með öðrum augum!

Sýndarveruleikinn er partur af viðburðaröð í tengslum við Barnamenningarhátíð á Akureyri sem haldin verður í fyrsta sinn nú í ár. Hátíðin mun standa 16.-22. apríl. Hægt er að nálgast upplýsingar um viðburði á Facebook og á Instagram. Barnamenningarhátið er vettvangur fyrir menningu barna, með börnum og fyrir börn.

Myllumerki Barnamenningarhátíðar á Akureyri er #barnamenningak

 

Amtsbókasafnið á Facebook og Instagram.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan