Sumarlestur ungmenna 2019

Lystigarðurinn eða Miðgarður - skiptir ekki máli þegar góð bók er við höndina.
Lystigarðurinn eða Miðgarður - skiptir ekki máli þegar góð bók er við höndina.

Í sumar fer Amtsbókasafnið af stað með nýjung, sumarlestraráskorun fyrir ungmenni á aldrinum 14-20 ára. Áskorunin er í 8 liðum og snýr ekki bara að bóklestri heldur allskonar læsi, hljóðbækur og bækur á erlendum málum teljast einnig með. Áskorunin stendur yfir frá 1. júní til 15. ágúst, fylla þarf út öll atriði á listanum og skila á Amtsbókasafnið fyrir 16. ágúst. Þann 20. ágúst verður dreginn út heppinn þátttakandi sem fær 10.000 króna gjafabréf hjá Pennanum Eymundsson.

Hægt er að nálgast þátttökublöð á Amtsbókasafninu og hér að neðan.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan