Sumarlestur barna 2019 | Námskeið

Lestrarhvetjandi námskeið fyrir börn í 3.-4. bekk. 

Námskeiðið Sumarlestur er haldið í júní ár hvert og verður svo einnig á komandi sumri og verður það 19. skiptið. Að námskeiðinu stendur Amtsbókasafnið í samstarfi við aðrar menningarstofnanir bæjarins.

Sumarlestur er lestrarhvetjandi námskeið fyrir börn sem eru að ljúka 3. og 4. bekk, með áherslu á menningu og sögu Akureyrar. Rauði þráður námskeiðsins er lestur. Þá er bæði átt við bóklestur en einnig læsi á umhverfið. Lesið verður í minjar og sögu, list og náttúru.

Námskeið:

 • Vika 1: 4.-7. júní
 • Vika 2: 11.-14. júní
 • Vika 3: 18.-21. júní

Gott að vita: 

 • Námskeiðin eru kl. 9-12
 • Námskeiðsgjald er 3.000 kr. 
 • Fjöldatakmarkanir eru á námskeiðin

Upplýsingar sem þurfa að koma fram við skráningu: 

 • Nafn barns og forráðamanna
 • Eftir hvaða tímabili er óskað
 • Netföng og símanúmer
 • Skóli og bekkur
 • Aðrar upplýsingar um barnið sem forráðamenn vilja koma á framfæri

Skráning hefst 20. maí á netfanginu fridab@amtsbok.is

 Sumarlestur 2019

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan