Sumarafgreiðslutímar 2024

Kæru safngestir! Vetrarafgreiðslutíminn er sagður gilda frá 16. september til og með 15. maí. Og sumarafgreiðslutíminn er 16. maí - 15. september. Það eina sem breytist í raun er að lokað verður á laugardögum. Og þar sem næsti laugardagur er 18. maí, þá má segja að sumarið sé tekið við!

Afgreiðslutíminn í sumar verður sem sagt svona:
Mánudagar: 8.15-19.00 (sjálfsafgreiðsla til 10.00)
Þriðjudagar: 8.15-19.00 (sjálfsafgreiðsla til 10.00)
Miðvikudagar: 8.15-19.00 (sjálfsafgreiðsla til 10.00)
Fimmtudagar: 8.15-19.00 (sjálfsafgreiðsla til 10.00)
Föstudagar: 8.15-19.00 (sjálfsafgreiðsla til 10.00)
Laugardagar: Lokað
Sunnudagar: Lokað

Mjög við hæfi að setja þetta fram í dag, þar sem sólin skín skært og himinninn svo gott sem skýlaus. Fullkomin tímasetning til að fá lánað á bókasafninu (fíflajárn, bók, borðspil, mynd, tímarit eða eitthvað annað).

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan