Styrkur frá Norðurorku vegna útibókasafna

Þann 10. janúar síðastliðinn hlaut nefnd um Alþjóðadag læsis styrk frá Norðurorku í tenglum við utanhúss bókaskápa.

Amtsbókasafnið, Barnabókasetur, Bókasafn HA, Miðstöð skólaþróunar og fræðslusvið Akureyrarbæjar hafa tekið 

höndum saman og verið með uppákomur í tilefni Alþjóðadag læsis síðastliðin ár. Á næsta ári eru 10 ár síðan að Dagur læsis var

fyrst haldinn hátíðlegur á Íslandi og að því tilefni stendur til að smíða þrjá bókaskápa sem staðið geta utandyra.

Hólmfríður Pétursdóttir barnabókavörður á Amtsbókasfninu lýsir verkefninu vel: 

Okkur langar að fylla skápana af bókum og staðsetja á svæðum þar sem fjölskyldur geta notið útiveru og lesturs saman. Foreldrar gætu gripið bók og lesið fyrir börnin sín eða gluggað í bækur sjálf. Hugsanlega mætti taka bók með heim og setja aðra í staðinn. 

Hugmyndin er sú að grunnskólabörn fái að smíða skápana og að hönnun og smíði þeirra fari fram á sumarnámskeiðum undir stjórn smíðakennara. Skáparnir verða því hannaðir af börnum, ólíkir, ævintýralegir og með einhverjum hætti tengdir sögum og bókum.

 Spennandi verður að fylgjast með ofangreindu verkefni!

Fimmtudaginn 10. janúar úthlutaði Norðurorka styrkjum til samfélagsverkefna og fór athöfnin fram í Háskólanum á Akureyri. Ljósmynd: Auðunn Níelsson.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan