Streituskólinn: Fræðsla um kulnun og streitu í starfi

Föstudaginn 30. nóvember kl. 17:00 mun Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvörnum, vera með erindi frá Streituskólanum. 

Streituskólinn
Fræðsla um kulnun í starfi, streitu og áhrif hennar á heilsu og hamingju. Einnig verður sagt frá nýjustu uppgötvunum á starfssemi heilans og hvernig hann bregst við álagi og hvaða áhrif það hefur á líðan og samskipti.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir!

Um kulnum: 
''Kulnun er sálfræðileg lýsing á ástandi sem myndast þegar álagsþættir verða of margir samtímis og hvíld er ekki nægileg og það myndast vítahringur með þreytu, streitu, áhugaleysi, minnisleysi og einbeitingartruflun og margs konar líkamlegri vanlíðan og skapbreytingum.''

Nánari upplýsingar á www.stress.is
Streituskólinn er líka á facebook: https://www.facebook.com/streituskolinn/

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan