Gluggabíó / Stjarna er fædd (1937)

Föstudagskvöldið 8. febrúar kl. 19:00 mun kvikmyndin Stjarna er fædd (A Star is Born) frá árinu 1937 verða sýnd í einum af gluggum Amtsbókasafnsins, á þeirri hlið hússins er snýr í austur.

Kvikmyndin Stjarna er fædd hefur nú verið kvikmynduð fjórum sinnum en myndin frá árinu 1937 er sú elsta. Allar útgáfur styðjast við sömu söguna þó að staðfærslur og listrænar ákvarðanir liti hverja mynd sínum sérstaka lit. Hvert tímabil á sína „A star is born“ – útgáfu, segir í Vanity Fair https://bit.ly/2Nk4EWp

Þess má geta að kvikmyndin Stjarna er fædd frá árinu 2018, með Lady Gaga og Bradley Cooper í aðalhlutverkum, er tilnefnd til átta óskarsverðlauna. Óskarsverðlaunaafhendingin fer fram 25. febrúar næstkomandi.

Með aðalhlutverk í útgáfunni frá árinu 1937 fara Janet Gaynor, sem Esther Blodgett/Vicki Lester og Fredrich March sem Norman Maine.

Góða skemmtun!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan