Sýningin Stefnumót við Akureyri

Sýning Ingu Dagnýjar Eydal „Stefnumót við Akureyri" mun prýða sýningarrými Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns í mars. Til sýnis verða ljósmyndir og örljóð eftir Ingu Dagnýju. 

Öll sem eitt, stór sem smá, eigum við það sameiginlega verkefni að túlka tilveruna og mála hana í þeim litum sem hugurinn kýs. Ég er kona sem tek ljósmyndir í þessu skyni og eins og mér skilst að sé frekar háttur kvenna þá finnst mér gaman að segja sögur með myndunum mínum. Tæknileg atriði eru algjör gríska fyrir mér enda er ég ekki ljósmyndari að mennt. Ég hef þörf fyrir að hreyfa á einhvern hátt við fólki og fyrir mér þá tákna myndirnar oft annað en bara það sem þær sýna. Mynd af hurð verður í mínum huga að heilli fjölskyldu sem situr við kvöldverðarborðið á bak við hurðina. Mynd af fjalli og fjöru, verður tákn um lífið sjálft. Að þessu sinni er það bernskan og minn fallegi heimabær sem eiga sviðið og þið eruð boðin með í svolítið hugarflug og stefnumót við mína Akureyri.

Þakkir fá Amtsbókasafnið á Akureyri, Menningarsjóður Akureyrar og Pedromyndir fyrir veittan stuðning. Friðrik Jónsson, Ingimar Davidsson og Daníel Starrason fá sérstakar þakkir."

Allar myndir, stakar sem og myndaraðir eru til sölu. Allar upplýsingar í síma 7765027 (Friðrik)

Bestu kveðjur
Inga Dagný Eydal

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan