Starfsemi Amtsbókasafnsins - hvað finnst þér?

Kæru safngestir! Eruð þið ekki glimrandi hress og til í að svara eins og einni stuttri könnun?

Eins og þið vonandi vitið, þá hefur heilmikil stefnumótunarvinna verið í gangi hjá okkur síðan sumarið 2022. Stefnuna, sem samþykkt var af bæjarráði fyrr á árinu, má sjá neðst á heimasíðunni, en við viljum alltaf vita hvað ykkur finnst.

Í fyrra báðum við ykkur um að hjálpa okkur við að gera bókasafnið betra, settum fram könnun og tókum viðtöl. Takk fyrir undirtektirnar.

Núna er komið að ykkur aftur og við viljum endilega leita til ykkar til að spyrja um starfsemi safnsins og atriði tengd henni.

Endilega ýtið á hlekkinn hér fyrir neðan. Við munum nota niðurstöðurnar til að bæta starfsemina okkar og hafið engar áhyggjur ... svörin ykkar eru ekki rekjanleg.

Takk fyrirfram fyrir undirtektirnar!

Amtsbókasafnið á Akureyri : starfsemi bókasafnsins

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan