Spor og vetur

Eru þetta fyrstu spor dagsins? Nei, það er nóg af fólki inni að lesa og hafa það næs!
Eru þetta fyrstu spor dagsins? Nei, það er nóg af fólki inni að lesa og hafa það næs!

Kæru safngestir! Það er vetur og ekki óalgengt að sjá fannhvíta jörð. Traffíkin var róleg í morgun, en jókst svo.

Hlýjan er samt alltaf mikil inni á safninu og gott að vera hér. Fólk lærir, les og slappar af. Les blöðin, tímarit, velur bækur eða myndir til að taka með heim. Á að baka? Við eigum kökuform til útláns. Á að drekka kaffi eða kakó? Við eigum múmínkönnurnar í það. 

Hafið það yndislegt og sjáumst hress á Amtinu!

Mynd af bókasafninu

Mynd af ljóði á glugga

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan