Spilasérfræðingur Amtsbókasafnsins mælir með

Topp 5 borðspil í samkomubanni :-)
Topp 5 borðspil í samkomubanni :-)

Spilasérfræðingur Amtsbókasafnsins hefur tekið saman topp 5 borðspil í samkomubanni. Bókasafnið er lokað en ef til vill eiga einhverjir þessi spil í skápnum hjá sér:

Pandemic – Ef það er einhvern tímann viðeigandi að spila Pandemic, þá er það núna. Leikmenn eru hluti af sérfræðiteymi sem reynir að sporna við útbreiðslu banvænna vírusa um heimsbyggðina. Gangi ykkur vel og munið að snerta ekki andlitið!

Ticket to Ride - Á tímum þegar ferðalög eru ekki inni í myndinni er tilvalið að flakka heimshorna á milli, á spilaborði, og leggja nokkra lestarteina í leiðinni. Til eru fjölmargar útgáfur af Ticket to Ride svo hugarferðalangar geta ferðast um lönd og heimsálfur að eigin vali. Góða ferð!

NMBR9 - Þessu skemmtilega spili er best lýst sem Tetris á borði, það sem er jafnvel enn betra er að það er hægt að spila það ein/n! Þetta er því tilvalið fyrir þau sem eru ein í sóttkví en annars geta allt að fjórir spilað saman.

Dixit - Nú reynir á að nota ímyndunaraflið! Leikmenn lýsa litlum listaverkum með hljóðum, orðum eða söng. Vandinn er að vísbendingin má ekki vera of augljós og ekki of erfið, rétt mátuleg til að einhverjir leikmenn fatti hana en ekki allir.

Scrabble - Hið klassíska orðaspil, það er um að gera að láta aðeins reyna á heilasellurnar í þessu samkomubanni. Ef skortur er á skraflfélögum á heimilinu er um að gera að nýta sér netskrafl.is og skrafla við vini og vandamenn sem ekki gefst kostur á að hitta í persónu á tímum kórónunnar.

 

 

#safniðísófann #hallóakureyri #akureyri #amtsbókasafnið

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan