Spil / borðspil

Við höldum áfram að kynna fyrir ykkur hina fjölbreyttu starfsemi Amtsbókasafnsins. Á safninu eru um 200 borðspil til útláns en þau er að finna á 1. hæð safnsins. Boðið er upp á fjölbreytt úrval borðspila fyrir alla aldurshópa en sérstök áhersla er lögð á fjölskyldu- og barnaspil, Amtsbókasafnið vill með því efla framboð á ókeypis afþreyingu fyrir fjölskyldufólk.

Öll borðspil eru lánuð í 30 daga og er yfirlit yfir þau að finna hér. Þetta er sívaxandi deild, í umfangi og vinsældum.

Yfir vetrartímann (16. september - 15. maí) er starfræktur spilaklúbbur fyrir börn á aldrinum 9-13 ára annan hvern mánudag frá kl. 17-18. Upplýsingasíða fyrir foreldra og forráðamenn er á Facebook. Einn miðvikudag í mánuði eru borðspilaviðburðir fyrir fullorðna á Orðakaffi, til boða standa öll spil í hillu safnsins en þátttakendur eru jafnframt hvattir til þess að koma með sín eigin spil og kenna öðrum. Dagsetningar borðspilaviðburða er að finna í viðburðadagatali Amtsbókasafnsins.

Reglulega eru aðrir spilatengdir viðburðir svo sem skiptimarkaðir, Norræna spilavikan og Morðgátu kvöld.

Hrönn Björgvinsdóttir heldur utan um spiladeildina og má senda ábendingar og tillögur varðandi spil og spilaviðburði á netfangið hronnb@amtsbok.is

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan