Spennandi sögustundir

Sögustundir Amtsbókasafnsins eru ávallt góðar og oftast frekar spennandi stundir, en næstu tvær verða alveg einstaklega spennandi. 
Í dag, fimmtudag, kl. 16:30, er nefnilega Stóra bangsasögustundin, þar sem Bella bókasafnsbangsi les bókina Vertu ekki hræddur við myrkrið bangsi litli! Að sögustund lokinni verður bangsafjör í barnadeildinni, bangsahappdrætti, bangsagetraunir, föndur og bangsamyndir. Krakkar mega líka endilega taka með sér bangsa í sögustundina.
Á laugardaginn, kl. 14:00, verður svo Hrekkjavökusögustund þar sem við lesum úr bókinni Þín eigin saga: Draugagangur og ákveðum saman hvað gerist í bókinni. Eftir lestur verður svo boðið upp á hrekkjavökuföndur. Þau sem vilja mega endilega mæta í búningi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan