Rafrænar sögustundir - Hundurinn með hattinn

Fríða barnabókavörður ætlar að bjóða áfram uppá rafrænar sögustundir þar sem bókasafnið er enn lokað vegna samkomubanns. Næst ætlar hún að lesa bókina Hundurinn með hattinn eftir Guðna Líndal Benediktsson. Bókin verður lesin í fjórum hlutum - sá fyrsti þriðjudaginn 14.apríl og sá síðasti föstudaginn 17.apríl. Myndböndin verða birt kl. 16:30. 

Myndböndin verða birt með góðfúslegu leyfi höfundar, myndskreytis og forlags og mun hver upplestur vera aðgengilegur í þrjá sólahringa inni á síðunni okkar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan