Það er komið að fyrstu kvöldopnun ársins, fimmtudagskvöldið 30. janúar nk., kl. 19:30-22:00. Er ekki við hæfi að byrja árið á því að gera vision board?
Við skoðum tímarit og klippum út orð eða myndir sem okkur þykir fallegar eða endurspegla líf eða markmið sem við viljum ná. Við límum það svo á A3 blað og hengjum upp heima hjá okkur eða einhversstaðar sem við sjáum það reglulega, t.d. inni í fataskáp eða á skrifstofunni. Að vera með draumana sína svona sjónrænt getur hjálpað fólki að einbeita sér að markmiðum í lengri tíma.
Við ætlum að halda áfra mað hafa bíóið niðri og þá er ró og næði uppi á 2. hæðinni til að vinna eða lesa. Það er þá hægt að föndra eða horfa, eða bæði! Mynd mánaðarins er Hidden Figures sem var tilnefnd ti þriggja Óskarsverðlauna árið 2017. Hér má lesa betur um myndina: https://kvikmyndir.is/mynd/?id=10716
—--------
It's the first evening opening of the year. Isn't it appropriate to start the year by making a vision board?
We look through magazines and cut out words or pictures that we find beautiful or reflect the life or goals we want to achieve. We then glue it on A3 paper and hang it in our home or somewhere we see it regularly, e.g. inside a wardrobe or in the office. Having your dreams in this visual way can help people focus on goals for a longer period of time.
We are going to keep the cinema downstairs and then there is peace and quiet upstairs on the 2nd floor to work or read. You can then do crafts or watch, or both! The film of the month is Hidden Figures which was nominated for three Oscars in 2017. You can read more about the film here: https://www.imdb.com/title/tt4846340/