Skoppað á bókasafnið: Uppskeruhátíð sumarlestursins

Margir skoppuðu á bókasafnið á laugardaginn!
Margir skoppuðu á bókasafnið á laugardaginn!

Laugardaginn 29. september var haldin uppskeruhátíð sumarlestursins, Skoppað  á  bókasafnið. Margt var til skemmtunar; origami, búningahorn, andlitsmálun, fuglafit og gerð bókamerkja. Auk þess voru veitt verðlaun í happdrættinu Skoppað á bókasafnið. 

Amtsbókasafnið stendur fyrir sumarlestri barna á grunnskólaaldri yfir sumarmánuðina en það er átak sem miðar að því að hvetja börn og foreldra til lesturs yfir sumartímann. Alls tóku 105 börn þátt í sumarlestrinum í ár sem er 60% aukning frá því í fyrra. 

Líf og fjör var á Amtsbókasafninu á laugardaginn. Vinningshafarnir sex í happdrættinu Skoppað á bókasafnið mættu á svæðið og tóku við verðlaunum. Viðburðurinn var vel sóttur og skoppuðu yfir 100 manns á bókasafnið í tengslum við uppskeruhátíðina. 

Kærar þakkir fyrir komuna! 

#lesturerbestur #áframlestur

Sjá myndir hér neðar

Fjör

Skapandi samvera

Góð mæting

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan