Samtalsgluggi

Hefurðu notað samtalsgluggann hjá okkur? Er þetta þjónusta sem virkar eða ekki? Láttu okkur endilega vita!

Fyrir nokkrum vikum ákváðum við að nálgast notendur okkar á nýjan hátt. Við erum (höldum við) fyrsta bókasafnið á landinu sem reynir þetta og kannski á fólk eftir að venjast þessu.

Þessi samtalsgluggi virkar þannig að þegar þú ferð á heimasíðuna okkar, þá birtist í horninu niðri, hægra megin, íkon (lógó) líkt og myndin sem fylgir með þessari frétt. Þetta er hvítur samtalsgluggi í bláum hring. Með því að ýta á hann geturðu þú komist í beint samband við starfsmann Amtsbókasafnsins. Við höfum þessa þjónustu opna á virkum dögum 8:15-16:00 en vegna aðstæðna getur verið að notandi nái ekki strax sambandi. Þá er um að gera að bíða í smástund eða skilja eftir skilaboð og starfsmaður sendir þér póst um leið og hann kemst í það.

Þarna er hægt að biðja um endurnýjun, spyrja einfaldra (eða flókinna!) spurninga og fá þjónustu „beint í æð“. Við vonum að fólk kynni sér þetta og láti okkur vita hvernig því líkar. Eins og við erum að gera með stefnumótunarvinnunni, þá er þetta eitt af því sem við köllum: „Það má alltaf bæta sig!“

Er þetta bót ... eður eigi? 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan