Safnið lokað en opið fyrir pantanir

Opið er fyrir pantanir þrátt fyrir að safnið sé lokað um óákveðinn tíma.
Opið er fyrir pantanir þrátt fyrir að safnið sé lokað um óákveðinn tíma.

Kæru vinir

Vegna aðstæðna mun Amtsbókasafnið vera lokað frá og með fimmtudeginum 25. mars uns hægt verður að opna á ný.

Skiladagar á efni sem á að skila á næstunni verða framlengdir fram yfir það tímabil sem hertar samkomutakmarkanir gilda.

Vakin er athygli á því að alltaf má hafa samband við safnið með því að senda tölvupóst á netfangið bokasafn@amtsbok.is eða með því að senda skilaboð á Facebook og við munum svara eins fljótt og auðið er.

Líkt og í síðustu lokun er aftur opið fyrir pantanir fyrir bækur og önnur safngögn. Sjá meðfylgjandi leiðbeiningar. 

Farið vel með ykkur öll sömul.

Hlýjar kveðjur,
Starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri

Mynd af pantana-fyrirkomulagisamkomubann og pantanir

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan