Sýningarrýmið í mars: Útlán á rósum

Nú er einnig hægt að fá rós að láni á Amtsbókasafninu.
Nú er einnig hægt að fá rós að láni á Amtsbókasafninu.

Í mars mun Kristján Breki Björnsson, fulltrúi Ungmennahúss, flytja gjörning í sýningarrými Amtsbókasafnsins. Á tímabilinu 1.-12. mars gefst gestum safnsins kostur á að fá rós að láni – líkt og um bók sé að ræða. Útlánatíminn er þó afstæðari og ekki þarf að framvísa bókasafnsskírteini. Breytt hlutverk bókasafna er listamanninum hugleikið. Hvað gerist inni á bókasöfnum og hvernig þjóna þau samfélaginu.


Kristján Breki verður með fasta viðveru á safninu alla virka daga kl. 13-16 og þá verður hægt að fá rós að láni og/eða spyrjast fyrir um verkefnið.

Rós að láni - auglýsingaspjald

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan