Rithöfunda- og fræðimannaíbúð í Davíðshúsi

Kæru rithöfundar og fræðimenn

Umsóknir um dvöl í rithöfunda- og fræðimannaíbúðinni, sem er á neðri hæð húss skáldsins frá Fagraskógi, verða með sama sniði og síðustu ár.

Þann 28. ágúst hófst sérstakt umsóknartímabil fyrir almanaksárið 2020 en því átti að ljúka 10. september. Við framlengjum þetta tímabil um einhverja daga. Að loknu þessu tímabili verða umsóknir metnar og umsækjendum tilkynnt um hvort og hvenær þeir hafi fengið dvöl eða ekki. Ef einhver tímabil verða laus eftir þetta ferli, þá verður nóg að senda undirrituðum netpóst, kanna hvenær íbúðin er laus og óska eftir dvöl.

Umsækjendur ættu endilega að vanda til umsóknar og veita upplýsingar um sjálfa sig og verkin sem þeir hyggjast vinna að meðan á dvöl stendur. Vandaðar umsóknir auka líkur á úthlutun. Einnig væri gott að tilgreina „aukatímabil“ í umsókninni ef „aðaltímabilið“ er ekki laust.

Umsóknartímabilið verður: 28. ágúst - 10. september (rúmlega) 2019 fyrir árið 2020.

Rithöfunda- og fræðimannaíbúðin verður leigð út viku og viku í senn, mest mánuð. Reynt verður að miða við vikur 1, 2, 3 og 4 í hverjum mánuði, mánaðarleiga yrði þá heill mánuður (janúar, febrúar, mars... o.s.frv.). Leiga fyrir eina viku er 20.000 kr. og einn mánuð 65.000 kr.

Allt er til alls í íbúðinni; sængur, lín, handklæði, þráðlaust net o.fl. Ætlast er til að umsækjendur skili íbúðinni í sama ástandi og þeir tóku við henni (almenn þrif og þvottur). Hægt verður að sleppa við þrif og þvott gegn 12.000 kr. gjaldi, svo lengi sem annar frágangur sé í lagi.

Umsóknir skal senda á netfangið doddi@akureyri.is og vilji umsækjendur notast við fylgiskjöl til að styrkja umsóknir sínar þá er það að sjálfsögðu í lagi.

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan