Rit- og teiknismiðja með Bergrúnu Írisi

Bergrún Íris verður með tveggja daga námskeið fyrir 9-12 ára krakka á Amtsbókasafninu dagana 10. og 13. október frá klukkan 15-17.
Á námskeiðinu læra krakkarnir að skrifa og myndlýsa smásögu undir leiðsögn Bergrúnar Írisar rithöfundar og teiknara.
 
Mánaudagur 10. október: Bergrún Íris fer yfir undirstöðuatriðin í smásagnagerð og kennir krökkunum skemmtilegar leiðir við að finna innblástur.
Milli námskeiða vinna krakkarnir áfram með sína smásögu
Fimmtudagur 13. október: Bergrún Íris leiðbeinir áfram í smásagnagerð og myndlýsingum og krakkarnir leggja lokahönd á verkið.
 
Krakkarnir verða hvött til að senda inn sína smásögu í samkeppni Sagna á vef KrakkaRÚV. Tuttugu smásögur verða svo valdar af dómnefnd í rafbókina Risastórar smásögur sem Menntamálastofnun gefur út. Tveir höfundar fá verðlaun á verðlaunahátíð Sagna næsta vor. Hátíðin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV.
Bergrún Íris hefur skrifað og myndskreytt fjöldan allan af bókum og unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín.
 
Námskeiðið er gjaldfrjálst en athugið að takmarkaður fjöldi kemst að. Skráning er því nauðsynleg.
Skráning og nánari upplýsingar á eydisk@amtsbok.is

 

Viðburðinn er að finna í viðburðardagatali Amtsbókasafnsins og á Facebook.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan