Ratleikurinn Úti er ævintýri hefst í Kjarnaskógi

Ratleikurinn Úti er ævintýri opnar á Alþjóðadegi læsis, 8. september.
Svo skemmtilega vill til að sá dagur er einnig Bókasafnsdagurinn og þema dagsins er ansi viðeigandi fyrir ratleikinn, eða lestur er bestur fyrir jörðina.


Víðs vegar um Kjarnaskóg eru sögupersónur úr barnabókum og ef þú fylgir vísbendingunum þá finnur þú þær allar.
Ratleikurinn hefst við upplýsingaskiltið við Kjarnatún og þar finnur þú fyrstu vísbendinguna.
Söguhetjurnar í leiknum eru smíðaðar af börnum í 3.-4. bekk á sumarnámskeiðum Amtsbókasafnsins og Minjasafnsins.


Athugið að nauðsynlegt er að hafa meðferðis snjalltæki, því skanna þarf QR kóða til að fá næstu vísbendingar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan