Ratleikur sem hvetur til samveru

Nú er öllum börnum velkomið að taka þátt í RATLEIK um sýninguna Tíðarandi í teikningum sem nú stendur yfir í safninu. Við hvetjum foreldra, ömmur, afa, frænkur, frænda eða eldri systkini til þess að taka þátt í ratleiknum með barninu.

 
Ratleikurinn er frábært tækifæri til notalegrar samveru sem hvetur til samræðu um myndefnið og samfélagið, þá og nú.
 
Leikurinn samanstendur af átta spurningum og nokkrum umræðupunktum (sem valfrjálst er að nota). Eftir að öllum spurningum hefur verið svarað fær barnið verðlaun (psst.. sleikjó) í afgreiðslu safnsins.
 
Verið öll hjartanlega velkomin! 
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan