Potterdagurinn mikli - Ratleikur og spurningakeppni

Potterdagurinn mikli er í dag.
Potterdagurinn mikli er í dag.

Potterdagurinn mikli er í dag og hér á safninu er komin upp Harry Potter sýning, auk myndastöðva. Pakkarnir með fjölbragðabaunum, föndri og þrautum eru einnig klárir.

Ratleikur

Í ýmsum gluggum í miðbænum má sjá 25 persónur galdraheimsins, getið þið fundið þær allar? Ratleikurinn stendur yfir alla helgina.
Hér að neðan er Ratleikjablaðið.

 

Ratleikur Potterdagsins mikla

 

Spurningakeppni

Spurningakeppni Potterdagsins mikla er hér. Við mælum með að hlekkurinn sé opnaður á sæmilega stórum skjá þar sem allir sjá til. Hver og einn þátttakandi notar svo eigin síma til þess að svara.

ATH. Mikilvægt er að ýta ekki á spurningarnar á þessum skjá heldur velja "Play" fyrir neðan stóru mynda (annars sjáið þið öll svörin).


Í símanum opna þátttakendur vafra og fara á kahoot.it. Þar þarf að slá inn Game PIN. Tölurnar sjáið þið efst á sameiginlega skjánum.
Allir þátttakendur velja sér nafn og þegar öll nöfnin hafa birst á skjánum ýtið þið á Start á sameiginlega skjánum.
Spurningarnar og svarmöguleikar birtast á sameiginlega skjánum en þið svarið með því að ýta á samsvarandi reiti í símanum.


Góða skemmtun og megi besti mugginn sigra!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan