Póstkortasýning í júlí / Þórhallur Ottesen

Póstkort frá tímabilinu 1880-1950.
Póstkort frá tímabilinu 1880-1950.

Sýningaropnun á Amtsbókasafninu á Akureyri mánudaginn 3. júlí kl. 15:00

Þórhallur Ottesen opnar sýningu á póstkortum sem sýna myndir af Akureyri og nágrenni frá tímabilinu 1880-1950. Þórhallur er brottfluttur Akureyringur sem hefur safnað póstkortum víða um heim undanfarin 40 ár. Um er að ræða stærsta póstkortasafn í einkaeigu hér á landi og hafa sum kortanna aldrei verið sýnd opinberlega áður. Sýningin mun standa út júlí. 

Sjón er sögu ríkari! 

Léttar veitingar í boði. Allir velkomnir!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan