Plöntuskipti

Lumar þú á nokkrum auka plöntum heima? Mættu endilega með þær í plöntuskipti á fimmtudaginn!
Lumar þú á nokkrum auka plöntum heima? Mættu endilega með þær í plöntuskipti á fimmtudaginn!
Í fyrra fóru fram velheppnuð plöntuskipti í blíðskaparveðri fyrir utan safnið. Í ár munum við endurtaka leikinn (erum búin að leggja fram pöntun á góðu veðri) og stefnum á plöntuskipti fimmtudaginn 27. maí kl. 17:00.
 
Öllum er velkomið að skiptast á blómum, græðlingum og fræjum. Planta á móti plöntu og svo framvegis.
 
Úti eru ekki borð en öllum er velkomið að kippa með sér tjaldborði eða álíka.
 
Þeir sem ekkert hafa til skiptanna eru líka velkomnir, það er aldrei að vita nema hægt sé að fá plöntu eða græðlinga á hagstæðum kjörum.
 
Hlökkum til að sjá þig!
 
Mikil stemning var á plöntuskiptunum í fyrra.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan