Plastlaus september | Saumaðu þína eigin andlitsgrímu

Það getur verið freistandi að geyma umhverfsimálin „þar til betur hentar“, nú þegar ein ógnin leggst ofan á aðra. Það er þó enginn betri tími en akkúrat þessi til þess að minnka vistspor sitt og draga úr plastnotkun. 

Miðvikudaginn 23. september kl. 17:00-18:30 býðst gestum safnsins að sauma sína eigin andlitsgrímu undir leiðsögn þúsundþjalasmiðsins Audrey Matthews. Grímurnar verða saumaðar samkvæmt viðurkenndum öryggisstöðlum. 
 
Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir með tilliti til sóttvarnarreglna yfirvalda. Auk þess biðlum við til gesta að virða fjarlægðarmörk og samkomutakmarkanir. Í safninu eru tvær saumavélar og aðeins verður hægt að aðstoða fáa þáttakendur í einu. Ef bið er eftir aðstoð eða saumavél þá hvetjum við gesti til þess t.d. að tylla sér niður með kaffi og kökusneið á Orðakaffi, kíkja á nýjustu bækurnar og tímaritin, njóta útsýnisins af annarri hæðinni eða grípa í spil
 
 
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan