Plastlaus september - Plastmengun í hafi - ekki er allt sem sýnist!

Miðvikudaginn 9. september kl. 17:00 mun Ásta Margrét Ásmundsdóttir, efnafræðingur og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri flytja erindi um plastmengun í sjó

Plast er til margra hluta nytsamlegt en því fylgja líka vandamál. Plastmengun er mikil í heiminum og plastið dreifir sér mjög víða. Plastrusl í náttúrunni er ekki bara sjónmengun heldur skapar það líka hættu fyrir dýr og menn. Undanfarin áratug hafa vísindamenn haft vaxandi áhyggjur af örlitlum plastögnum sem finnast í vaxandi mæli í náttúrunni. Hvaðan kemur þetta svo kallaða örplast og hvaða áhrif hefur það á náttúruna og þar af leiðandi manninn? Í erindinu verður fjallað um örplastið og mun Ásta segja frá rannsóknum sínum á því.

Erindinu verður streymt á Facebook-síðu Plastlauss septembers.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir með tilliti til sóttvarnarreglna yfirvalda. Auk þess biðlum við til gesta að virða fjarlægðarmörk og samkomutakmarkanir.

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan