Plastlaus september

„Plastlaus september er árvekniátak sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti.“ - www.plastlausseptember.is

Ást í poka sem ekki má loka

Amtsbókasafninu er annt um umhverfið nú sem endra nær og vill gjarnan draga úr eftirspurn eftir plastpokum. Þess vegna hvetjum við safngesti til að mæta með poka heiman sjálfum sér eða öðrum til handa. Ef þú átt poka sem þú getur séð af máttu gjarnan koma með þá til okkar og við finnum þeim góðan tilgang. Það mega vera allskonar pokar; taupokar, bréfpokar jafnvel plastpokar! Tilgangurinn er sá að minnka eftirspurn eftir einnota pokum. Þannig leggjum við okkar að mörkum við að minnka plastið. 

Taupokar til sölu

Við minnum á taupokana sem við erum með sölu hér á Amtsbókasafninu. Kosta litlar 500 kr. stykkið. Gjöf en ekki gjald!

Um skaðsemi plasts: 

„Plast endist í þúsundir ára og er því afar slæmur kostur fyrir einnota notkun. Plast brotnar niður á mjög löngum tíma og þá í örplast sem ekki er betra fyrir umhverfið. Plast er eingöngu hægt að endurvinna í annað plast af lélegri gæðum. Allt plast sem við notum og fer ekki til endurvinnslu, safnast fyrir á urðunarstöðum eða í nátturunni og veldur þar skaða um ókomna tíð.  Plast endar allt of oft í náttúrunni, og þá sérstaklega í ám, vötnum og sjó. Plast dregur til sín ýmis mengunarefni og þegar það endar í vef lífvera geta efnin þar með endað í fæðu okkar. Mjúkplast inniheldur stundum hormónaraskandi efni (t.d. þalöt) sem eru skaðleg mannfólki.“ - Plastlaus september

 Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum!

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan