Öskudagssmiðja framlengd

Á morgun fimmtudag mun fara fram sögustund og öskudagssmiðja á Amtsbókasafninu. Fríða barnabókavörður mun lesa skemmtilegar bækur sem tengjast búningum. Að sögustund lokinni færum við okkur yfir á Orðakaffi þar sem við tekur öskudagssmiðja. Í smiðjunni munum við föndra bolluvendi og grímur. Allt efni á staðnum.

Kaffihúsið verður lokað dagana 8.-13. febrúar en ákveðið hefur verið að öskudagssmiðjan muni standa opin fram til öskudags. Áhugasamir föndrarar geta því aldeilis gripið í skæri og annað skraut ef hugur stendur til þó skipulögðum viðburði verði lokið 

 

Amtsbókasafnið er á Facebook og Instagram

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan