Opið tilraunaverkstæði á Amtsbókasafninu

Hugmyndir að tilraunum eru fengnar upp úr hinum ýmsu vísindabókum úr safnkosti Amtsbókasafnsins.
Hugmyndir að tilraunum eru fengnar upp úr hinum ýmsu vísindabókum úr safnkosti Amtsbókasafnsins.

Dósasímar, hlaupbangsar og froskastökk! 

Það er margt svo spennandi og frábært í heiminum sem vert er að kanna betur. Hvers vegna fáum við stundum rafstraum þegar við komum við aðra manneskju? Hvers vegna er vont að kafa djúpt ofan í vatni? Hvers vegna er betra að vera með tvö augu en ekki eitt?

Verið velkomin á opna tilraunaverkstæðið við Brekkugötu 17 föstudaginn 7. september kl. 16-18. Þar býðst börnum og fullorðnum að framkvæma allskyns einfaldar tilraunir sem oft á tíðum veita svör við stórum spurningum. 

Á tilraunaverkstæðinu verður einnig ýmislegt úr safnkostinum sem tengist vísindum með einhverjum hættir: Vísindabækur, dvd, spil og fleira! 

Verið hjartanlega velkomin!

Viðburður þessi er hluti af dagskrá í tengslum við bókasafnsdaginn sem haldinn er hátíðlegur 7. september 2018. Yfirskrift bókasafnsdagsins í ár er: Lestur er bestur - fyrir vísindin! Í tilefni dagsins munu fjölmörg bókasöfn af öllum stærðum og gerðum víðsvegar um landið bjóða upp á ýmiskonar dagskrá. Íslensk bókasöfn eru af ýmsum toga og þjóna bæði almenningi og námsmönnum. Auk þess sinna þau sérhæfðum verkefnum í stofnunum og einkafyrirtækjum. Á Íslandi eru mörg almenningsbókasöfn, skólabókasöfn, framhaldsskólabókasöfn, háskólabókasöfn, sérfræðisöfn og annarskonar sérhæfð bókasöfn eða alls 300 talsins.

Myllumerki bókasafnsdagsins eru: #bokasafnsdagurinn #lesturerbestur

Amtsbókasafnið á Facebook og Instagram.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan