Óhefðbundin útlán

Hvernig væri að baka í sumarleyfinu!
Hvernig væri að baka í sumarleyfinu!

Amtsbókasafnið leitast sífellt við að koma betur til móts við þarfir íbúa og gesta. Nú hefur safnið hafið útlán á kökuformumdagsbirtulampa, nuddtæki og hleðslusnúrum fyrir síma. Hægt er að fá lampann, nuddtækið og snúrurnar lánaðar innanhúss gegn framvísun bókasafnsskírteinis í afgreiðslu safnsins. Kökuformin lánast út úr húsi.

Athugið! Það þarf að þvo kökuformin áður en þeim er skilað og það má ekki setja þau í uppþvottavél. Formin eru alls sautján og má sjá hér á meðfylgjandi mynd. Það er einnig hægt að skoða formin á 1. hæð safnsins, við hliðina á matreiðslubókunum. Formin lánast út líkt og bækur í 30 daga. Hér má sjá mynd af þeim formum sem til eru.

 

 

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan