Nýtt bókasafnskerfi komið í gang!

Kæru þolinmóðu safngestir og velunnarar Amtsbókasafnsins á Akureyri! Nýja kerfið okkar - Alma - er komið í gang en nokkur atriði eru enn í vinnslu.

- Allir lánþegar þurfa að fá hjálp afgreiðslufólks til að breyta um PIN-númer hjá sér fyrir sjálfsafgreiðsluvélarnar (það má vera sama númerið en við þurfum að slá það inn). Eftir það virka sjálfsafgreiðsluvélarnar eins og venjulega, þ.e. útlánin, því það er hægt að skila eins og venjulega.

- Nýi leitarvefurinn hefur verið opnaður. Ef farið er inn á leitir.is þá er lánþegum varpað yfir í nýja vefinn og nýtt umhverfi þar. Gömlu lykilorðin fyrir innskráningu á leitir.is fóru ekki með yfir í nýja kerfið og því þurfa lánþegar að útbúa ný lykilorð. Þau þurfa að lágmarki að vera 8 stafa löng og mega ekki innhalda notendanafn eða kennitölu viðkomandi. Tölvupóstur verður sendur til ykkar fljótlega með nánari leiðbeiningum.

- Aðgangur að Rafbókasafninu er bundinn því að nýtt lykilorð sé komið í gagnið á leitir.is.

Takk fyrir sýnda og áframhaldandi þolinmæði. Þið eruð ekkert nema yndisleg! :-)
         Starfsfólk Amtsbókasafnins á Akureyri

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan