Nýtnivikan | Fræðsla um matarsóun og diskósúpa

Á heimsvísu er talið að um þriðjungi af framleiddum mat til manneldis eyðileggist eða sé sóað, það er um 1.3 milljarður tonna. Á Norðurlöndunum er sóað um 3.5 milljónum tonna af mat árlega!

Miðvikudaginn 20. nóvember kl. 17:00 mun Hildur Harðardóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á sviði loftlagsmála og græns samfélags, vera með fræðslu um matarsóun í tilefni nýtniviku.

Á meðan erindið fer fram munu Nettó og Orðakaffi Eat, Drink & more bjóða upp á gómsæta diskósúpu, sem elduð verður úr hráefnum frá sem annars hefðu endað í ruslinu, t.d. grænmeti sem þykir of lítið eða stenst ekki almennar útlitskröfur.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Eldaðir verða um 30 súpuskammtar. Fyrstir koma fyrstir fá.

 

Viðburður á Facebook hér.

Meira um nýtnivikuna hér

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan